15.06.2012 09:14
Unglingalandsmót - ætlar þú að fara?
Nú er sumarið að nálgast fullan skrúða og eflaust margir farnir að huga að ferð á Unglingalandsmót á Selfossi um verslunarmannahelgina. Nú er hægt að skrá þá sem hyggjast fara á mótið á vegum HSS með því að senda tölvupóst á framkvæmdastjóra sambandsins í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Það er ekki verra að vera snemma í því - það auðveldar alla skipulagningu og utanumhald.
Ekki er enn búið að gefa upp keppnisgjald, en ljóst er að HSS mun niðurgreiða það eins og undanfarin ár. Búið er að ákveða að halda opinn undirbúningsfund fyrir keppendur af Ströndum mánudaginn 30. júlí - staðsetning og tími verður nánar auglýstur síðar - fylgist með!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01