15.06.2012 10:30
Vesturlandsmót í frjálsum í næstu viku
Dagana 19.-20. júní 2012 verður blásið til frjálsíþróttamóts á vegum
fjölmargra héraðssambanda á vestanverðu landinu. Á mótið eru allir velkomnir sem
áhuga hafa á aldrinum 11 ára (árgangur 2001) og eldri. Þátttökugjöld eru 500 kr.
á keppanda.
Mótið hefst kl. 18.00 báða dagana á frjálsíþróttavellinum í Borgarnesi.
Fyrri daginn er keppt í öllum greinum hjá 11 og 12 ára, en líklegt er að báða
dagana verði keppnisgreinar fyrir 13 ára og eldri. Keppnisgreinar og tímaseðill
verða birt fyrir helgina. Skráningar þurfa að berast til Arnars Jónssonar
framkvæmdastjóra HSS í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is í síðasta
lagi sunnudaginn 17. júní.
Við hvetjum iðkendur til að mæta - stefnt er að skemmtilegu móti - og við
hvetjum foreldra til að fylgja börnum sínum á mótið - því það er svo gaman :)
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01