15.06.2012 01:23
Víðavangshlaup í Árneshreppi
Í fjöldamörg ár hefur verið hefð að halda víðavangshlaup í Árneshreppi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Bjarnheiður Fossdal, eða Badda eins og flestir þekkja hana, hafði samband og sagði að þessi ágæti viðburður væri að sjálfsögðu enn við lýði og allir sem hefðu áhuga á að mæta væru hjartanlega velkomnir. Þeir sem vilja skjótast norður á sunnudaginn ættu að hringja í Böddu til að fá frekari upplýsingar með tímasetningu o.þ.h. Hæ, hó, jibbí jey!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 645
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 298983
Samtals gestir: 31905
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 07:24:18
