17.06.2012 01:55
Gönguferð á Reykjaneshyrnu - myndir
Fjall Héraðssamband Strandamanna í verkefninu Fjölskyldan á fjallið er
Reykjaneshyrna í Árneshreppi. Nú á dögunum gerðu nokkrir félagar í Umf. Leifi
Heppna í Árneshreppi sér ferð upp á fjallið til að setja þar niður póstkassa sem
hýsir gestabók sem allir geta skrifað í og öðlast þannig möguleika á að vinna
til verðlauna eftir sumarið. Veðrið lék við göngufólk og útsýnið var
stórkostlegt eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan sem Bjarnheiður Fossdal tók við þetta tækifæri.
Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ sem verið hefur virkt í 15 ár
og er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Verkefnið gengur út á að settar eru
gestabækur á rúmlega 20 fjöll víðsvegar um landið með það að markmiði að fá
fjölskyldur í létta fjallgöngu og stuðla þannig að aukinni samveru og útivist.
Þetta er í fyrsta skipti sem HSS tekur þátt í verkefninu. Við hvetjum alla til
að fara norður og ganga á Reykjaneshyrnu í sumar!
Búið er að útbúa sérstaka vefsíðu hér á HSS-vefnum um þetta góða verkefni.
Skoðið hana með því að smella hér (einnig er hægt að velja síðuna í valstikunni hér efst á vefnum).
Skoðið hana með því að smella hér (einnig er hægt að velja síðuna í valstikunni hér efst á vefnum).
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01