17.06.2012 23:48
Reiðnámskeið hjá Strandahestum
Strandahestar verða með reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna dagana 24.-29.
júní nk. Kennt verður í litlum hópum 4- 6 manns, í sex skipti, klukkutíma í senn.
Kennslan fer fram á Víðidalsá á daginn og kvöldin allt eftir þörfum þátttakenda.
Námskeiðið kostar 8000 kr.
Fyrir þá sem eru lengra komnir í að sitja og stjórna hesti verður boðið
upp stutta reiðtúra í nágrenni Hólmavíkur. Ennfremur verður boðið upp á
sérstakan hóp fyrir óvana fullorðna. Upplýsingar og skráning er í síma 8452748 og á netfangið peturbjork@simnet.is. Kennarar verða Björk Ingvarsdóttir og Victor Örn Victorsson.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01