05.07.2012 11:15
Sameiginleg frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi
Héraðssambönd á Vesturlandi, HSS þar á meðal, hafa tekið sig saman um æfingar í
frjálsum íþróttum. Samæfing fyrir ellefu ára og eldri verður haldin á
Skallagrímsvelli í Borgarnesi þriðjudaginn 10. júlí kl. 17:00-19:00. Áhersla
verður lögð á kastgreinar á æfingunni en einnig kíkt á hlaup og stökk fyrir þá
sem vilja. Eftir hana verður farið í Skallagrímsgarð í sameiginlegt grill í boði
UMSB.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem stefna á ULM á Selfossi til að æfa
sig, fínstilla tæknina o.s.frv. Allir að mæta!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01