05.07.2012 12:06

Þakkað fyrir stuðning við sumarnámskeið

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá skipuleggjendum og leiðbeinendum á nýju sumarnámskeiði sem hefst á Hólmavík í næstu viku. 

Við viljum þakka kærlega fyrir góðar móttökur með sumarnámskeiðið okkar, Viltu koma út að leika? Það gleður okkur mjög að sjá hversu vel er tekið í þessa nýjung í tómstundastarfi á Ströndum.

Námskeiðið mun hefjast 9. júlí og börn sem skráð hafa verið til leiks og foreldrar þeirra munu fljótlega fá sent bréf með helstu upplýsingum um hvað þarf að hafa meðferðis, greiðslufyrirkomulag og annað.

Við viljum þakka styrktaraðilum okkar sérstaklega, án þeirra væri erfitt að halda verði fyrir námskeiðið í lágmarki.Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn:
Arion banki - Hólmavík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Lionsklúbbur Hólmavíkur
Lýður Jónsson
Sparisjóður Strandamanna
Sveitarfélagið Strandabyggð

Virðingarfyllst,
Árný Huld Haraldsdóttir og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01