05.07.2012 12:13
Fótboltafjör fyrir Strandakrakka á Hvammstanga um helgina

Um komandi helgi munu fótboltakrakkar og foreldrar úr HSS og USVH hittast á
Hvammastanga til að gera sér glaða daga. Tilgangurinn með hittingnum er að
krakkarnir kynnist og hægt sé að efla og styrkja hið góða samstarf sem verið
hefur á milli svæðanna undanfarin ár. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5. flokk og
yngri (fæddir 1999 og yngri), en þeir sem eru aðeins eldri eru að sjálfsöðgu
velkomnir líka.
Endanleg ákvörðun um dagskrá hefur ekki verið tekin, en þó er ljóst að
fjörið mun hefjast á laugardegi og standa fram á fyrri part sunnudags.
Fyrirhugað er að fara í margvíslegar fótboltaæfingar og spil með foreldrum og
börnum og einnig er í bígerð að spila kubb og krikket, fara í sund og grilla
saman á laugardagskvöldið.
Þeir sem hafa áhuga á að fara á Hvammstanga um helgina og taka þátt í
þessum skemmtilega viðburði eru hvattir til að melda sig við Vigni Örn Pálsson í
síma 898-3532.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01