29.08.2012 10:05

Göngudagur fjölskyldunnar á Drangsnesi og Hólmavík á fimmtudag

Á morgun, fimmtudaginn 30. ágúst, fer fram Göngudagur fjölskyldunnar á Drangsnesi og Hólmavík. Dagurinn er skipulagður af Ungmennafélögum og er hugsaður sem tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að stunda útivist og hreyfingu í hinni fallegu náttúru Stranda. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega degi!

Drangsnes: 
Kl. 17:00 er mæting á tjaldsvæðið á Drangsnesi. Gengið verður á Bæjarfell. Að sjálfsögðu er síðan tilvalið að smella sér í heitu pottana eftir gönguna! Umf. Neisti og Skíðafélag Strandamanna standa fyrir göngunni á Drangsnesi.

Hólmavík:
Kl. 17:30 er mæting við Íþróttamiðstöðina. Gengið verður að Stóru-Grund, annað hvort um Borgirnar eða í gegnum bæinn. Við göngulok verður boðið upp á pylsur og Svala. Umf. Geisli stendur fyrir göngunni á Hólmavík.

Ekki láta þig vanta á Göngudag fjölskyldunnar!
Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248523
Samtals gestir: 27546
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 18:13:26