01.09.2012 08:32

Heilsuefling í Strandabyggð


Sveitarfélagið Strandabyggð stendur fyrir heilsueflingu í september. Átakið er þegar hafið, en á vef Strandabyggðar kemur fram að markmið og tilgangur heilsueflingarinnar sé að efla heilbrigði og vitund um mikilvægi góðrar heilsu með því að skapa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að afla sér þekkingar, hreyfa sig í samræmi við eigin getu og verja tíma með fjölskyldu sinni við fjölbreyttar tómstundir sem stuðla að bættri líðan og heilsu.

Átakið er komið með sérstakt svæði á vef Strandabyggðar. HSS hvetur íbúa í Strandabyggð og öðrum sveitarfélögum til að nýta sér þetta góða tækifæri til að kíkja á viðburði, íþróttaæfingar eða fyrirlestra. 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01