19.10.2012 13:01
Haustþing HSS á Drangsnesi fimmtudaginn 25. október
Haustfundur HSS verður haldinn á Malarkaffi á Drangsnesi fimmtudaginn 25. október nk. Fundurinn hefst kl. 19:30. Á honum verður fjallað um íþróttastarfið sem fram fór á vegum HSS og aðildarfélaga þess síðasta sumar, hvað tókst vel og hvað má bæta.
Einnig verður fjallað um mótshald og starfsemi á komandi vetri. Allir áhugasamir um íþróttir á Ströndum og alhliða starfsemi ungmennafélaganna og HSS eru innilega velkomnir á fundinn. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffisopinn verður að sjálfsögðu ekki langt undan.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 956
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275780
Samtals gestir: 31001
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 22:18:00