26.10.2012 14:40
Vel heppnaður haustfundur HSS
Fundurinn var miklu skemmtilegri en hann lítur út fyrir á þessari mynd - ljósm. Guðbjörg Hauksdóttir
Haustfundur HSS sem fram fór á Malarkaffi á Drangsnesi í gær var vel heppnaður og ágætlega sóttur, en alls sátu fundinn 15 manns frá fjórum aðildarfélögum. Á fundinum, sem var fyrst og fremst hugsaður sem umræðuvettvangur, var farið yfir sumarstarf sambandsins, hvað hefði tekist vel og hvað hefði farið miður. Þá var litið til næsta vetrar og hugmyndir kviknuðu um mögulegt mótshald og fleira. Það var mál manna að fundurinn hefði verið afar gagnlegur og gott væri að ræða mál sem e.t.v. gæfist ekki tími til að ræða í þaula á ársþingi sambandsins á vorin.
Fundargerð frá haustfundinum má sjá með því að smella hér.
HSS þakkar kærlega öllum þeim sem mættu á fundinn. Sérstakar þakkir fá Bjössi og Valka á Malarkaffi, en þau reiddu fram dýrindis kjöt- og fiskisúpur sem gestir dásömuðu mjög, enda afskaplega góðar.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01