29.10.2012 08:26

Hörpu afhendur glæsilegur farandbikar


Sennilega hefur ekki farið fram hjá neinum að Harpa Óskarsdóttir hefur verið að gera það gott á frjálsíþróttasviðinu síðustu ár, þá sérstaklega í spjótkasti þar sem hún hefur náð úrvals árangri. Harpa var útnefnd Efnilegasti íþróttamaður HSS árið 2011 á ársþingi sem haldið var í maí 2012, en á haustfundi sambandsins nú um helgina fékk hún loks afhentan farandbikar sem mun síðan ganga áfram til efnilegra íþróttamanna í framtíðinni. 

Vignir Örn Pálsson formaður HSS afhenti Hörpu bikarinn undir fagnaðarlátum viðstaddra gesta. 
Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 559
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 316923
Samtals gestir: 32568
Tölur uppfærðar: 14.12.2025 12:07:07