09.11.2012 15:47

Umf. Harpa fékk styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Á dögunum var styrkjum úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ. Eitt af aðildarfélögum HSS fékk góðan styrk úr sjóðnum, en Ungmennafélagið Harpa í Hrútafirði fékk 100.000 kr. styrk til að halda þjálfaranámskeið á Kollsárvelli á komandi sumri. Markmiðið með námskeiðinu er að efla áhuga og auka þátttöku í íþróttaiðkun á vegum félagsins Hörpu og þjálfa réttar aðferðir iðkenda. 

Hugmyndin er að námskeiðið standi yfir í 3-5 daga. Menntaður þjálfari í frjálsum íþróttum eða knattspyrnu verði fenginn til að mæta á svæðið til að fræða unga iðkendur um hvernig mögulegt sé að ná sem bestum árangri og hafa sem mesta ánægju af iðkun íþrótta. Eflaust fara forsvarsmenn Umf. Hörpu af stað með undirbúning þegar líður nær sumri og námskeiðið verður þá auglýst vandlega hér á HSS-síðunni.

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01