09.11.2012 16:20

HSS fékk styrk til að skrá Strandamet


Héraðssamband Strandamanna sótti um styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ fyrir nokkrum vikum til þess að skrásetja Strandamet í frjálsum íþróttum, en þau hafa ekki verið skrásett síðan seint á níunda áratug síðustu aldar. Því er mikið verk óunnnið. Sótt var um styrk að upphæð kr. 400.000, en í þetta skiptið fékkst styrkur að upphæð kr. 100.000.- 

Það ætti því að vera hægt að byrja skrásetninguna að einhverju leyti á næstu misserum. UMFÍ er hér með þakkað kærlega fyrir styrkinn - hann kemur sér vel. 
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 541
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 248764
Samtals gestir: 27568
Tölur uppfærðar: 31.7.2025 03:11:40