12.11.2012 13:24

"Nokkur skjöl í kassa"


Fyrir hálfum mánuði síðan bankaði maður upp á hjá framkvæmdastjóra HSS og kvaðst vera með nokkur skjöl í kassa - smá dót tengt sögu HSS, nokkur fréttabréf, ársskýrslur og slíkt. Maðurinn var Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði, umhverfisstjórnunarfræðingur og langhlaupari í Borgarnesi. Stefán var gríðarlega öflugur í starfi HSS og ungmennafélaganna á árum áður. 

Þegar farið var að skoða gögnin í kassanum kom hins í ljós að þar var ótal gersemar; fréttabréf frá ungmennafélögum, HSS, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, grunnskólanum á Hólmavík, leikskólanum á Hólmavík, Leikfélagi Hólmavíkur og kynningarbæklingar sveitarstjórnarframboða í Hólmavíkurhreppi til margra ára. Allt er þetta í toppstandi og vel frágengið. Stefáni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir gjöfina.

Þeir sem luma á gögnum eða skjölum sem e.t.v. tengjast sögu HSS og vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við þau eru hvattir til að koma þeim til formanns eða framkvæmdastjóra frekar en að henda þeim í ruslið. Sambandið mun síðan að sjálfsögðu gera sitt besta til að þrýsta á um að hafinn verði undirbúningur að því að koma upp Héraðsskjalasafni Strandasýslu - til að hýsa þessar gersemar í viðunandi skilyrðum og til miðlunar fyrir komandi kynslóðir.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01