13.11.2012 14:12
Æfingar hafnar hjá Skíðafélaginu
Æfingar eru nú hafnar hjá Skíðafélagi Strandamanna. Töluverður snjór er kominn í Selárdal og lofa aðstæður þar góðu miðað við árstíma. Fram að áramótum verður æft tvisvar í viku - á föstudögum og sunnudögum kl. 16.30-18:00. Eftir áramót bætist við æfing á þriðjudögum þannig að þá verður æft þrisvar í viku. Þetta plan hefur að sjálfsögðu verið sett á æfingasíðu HSS og verður aðgengilegt þar í allan vetur.
Allir eru velkomnir á æfingarnar og ekki þarf að greiða nein æfingagjöld. Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir. Sendur er tölvupóstur eða sms til að láta vita hvort af æfingu verður t.d. vegna veðurs, þeir sem vilja láta bæta sér á póstlistann hafi samband við Ragnar í síma 893-3592.
Fréttin var tekin af heimasíðu Skíðafélagsins.