20.11.2012 15:43

Skíðamenn af Ströndum stefna á Ísafjörð

Um komandi helgi stefnir hópur Strandamanna til Ísafjarðar í æfingabúðir í skíðagöngu. Að sögn Rósmundar Númasonar, formanns Skíðafélags Strandamanna, er þarna um að ræða æfingar í tengslum við hina árlegu Fossavatnsgöngu sem fram fer laugardaginn 4. maí nk. Rósmundur tjáði HSS-vefnum að hann hefði farið í þessar æfingabúðir á hverju ári síðan byrjað var með þær. Þarna sé um að ræða góða kennslu sem miðast við hæfni og getu hvers og eins þátttakanda, en nemendum er jafnan skipt upp í þrjá hópa eftir getu. 

Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um æfingaferð Strandamanna á Ísafjörð geta haft samband við Rósa í s. 451-3206, en einnig er hægt að skrá sig beint hjá Bobba á Ísafirði í s. 896-0528.

Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 476
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 278404
Samtals gestir: 31120
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 20:35:40