17.01.2013 15:13
Birkir gengur vel að vanda

Einn af fremstu íþróttamönnum Strandamanna, Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu keppti núna síðasta sunnudag á Bikarmóti Skíðafélags Ísfirðinga. Að venju stóð Birkir sig afskaplega vel, en hann keppti í flokki 20 ára og eldri í skiptigöngu sem er tvíkeppni þar sem skipt er milli hefðbundinnar aðferðar og skauts.
Birkir varð í öðru sæti í sínum flokki eftir að hafa gengið 10 km.(tvo 5 km. hringi) á 35 mínútum og 37 sekúndum. Vel gert!
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248658
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 23:19:29