19.01.2013 10:04
Allir á skíði sunnudaginn 20. janúar
Sunnudaginn 20. janúar verður hinn alþjóðlegi World snow day eða Snjór um víða veröld haldinn hátíðlegur um allan heim. Skíðafélag Strandamanna tekur að sjálfsögðu þátt í deginum líka og hvetur fólk til að fjölmenna í Selárdal þar sem dagskráin fer fram. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.
Dagskráin byrjar kl. 13:00 í Selárdal, en þar verður haldið skíðagöngumót með frjálsri aðferð þar sem keppt er í mörgum aldursflokkum og vegalengdum við hæfi hvers og eins. Að keppni lokinni eða um kl. 14:00 verður skíðadagur fjölskyldunnar haldinn í Selárdal, en þar eru fjölskyldur hvattar til að ganga saman á skíðum í Selárdal og njóta útiverunnar og hreyfingarinnar saman. Einnig verður boðið upp á ókeypis tilsögn á skíðum fyrir þá sem það vilja.
Á staðnum verða veitingar í boði Skíðafélagsins, heitt kakó og kökur.