24.01.2013 14:03
Taekwondo kynningaræfing á laugardaginn
Um helgina hefjast Taekwondo-æfingar í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, en óhætt er að segja að íþróttin hafi slegið í gegn þegar námskeið var haldið á Hólmavík síðasta sumar.
Fyrsta æfingin sem verður haldin á laugardaginn er fyrir alla aldurshópa, líka þá sem eru komnir á besta aldur (40+). Þjálfarar eru Ingibjörg Erla Árnadóttir, Steinn Ingi Árnason og Herdís Sif Ásmundsdóttir.
Á fyrstu æfingunni verður kynnt verðskrá á æfingum og göllum. Einnig verður birt dagskrá fyrir æfingarnar á komandi vetri. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta í fjörið!
Fésbókarsíðu Taekwondo á Hólmavík má nálgast með því að smella hér.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248658
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 23:19:29