19.02.2013 11:26

Góður árangur í Bláfjallagöngu


Strandamenn kepptu í Bláfjallagöngunni sem haldin var um síðustu helgi og stóðu sig með mikilli prýði. Af 56 keppendum komu 14 frá Ströndum.

Í 2 km. göngu varð Jón Haukur Vignisson annar og Stefán Þór og Árný Helga Birkisbörn urðu í 5.-6. sæti, en þau voru langyngstu keppendurnir á mótinu. Í 5. km. göngu fór Friðrik Heiðar Vignisson með sigur af hólmi og Halldór Víkingur Guðbrandsson varð í öðru sæti í karlaflokki. Branddís Ösp Ragnarsdóttir var langfyrst í 10 km. göngu kvenna og Númi Leó Rósmundsson var í 2. sæti í 10 km. göngu karla og Stefán Snær Ragnarsson í 4. sæti. Í 20 km. göngu kvenna varð Sigríður Drífa Þórólfsdóttir í öðru sæti. Ragnar Bragason og Birkir Þór Stefánsson gerðu það gott í 20 km. göngu 35-49 ára þar sem Ragnar varð í fyrsta sæti og Birkir í því þriðja. Vignir Örn Pálsson varð í níunda sæti af fjórtán keppendum. Í 20 km. göngu karla 50 ára og eldri var Rósmundur Númason í öðru sæti af 9 keppendum.

Góður árangur hjá Strandamönnum og nú er hægt að fara að hlakka til Strandagöngunnar sem fer fram þann 16. mars nk.

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01