25.02.2013 15:29

Nýr vefur Strandagöngunnar

Nú styttist óðum í Strandagönguna 2013, en hún verður haldin laugardaginn 16. mars nk. Opnuð hefur verið ný vefsíða fyrir gönguna, en hún er á slóðinni strandagangan.123.is. Það er mikil stemmning fyrir göngunni í ár og vitað er um fjölda manns sem ætlar að leggja leið sína á Strandir í tilefni hennar.

Að sögn Ragnars Bragasonar hjá Skíðafélagi Strandamanna er í skoðun að búa til skemmtilega dagskrá á sunnudeginum eftir gönguna, nokkurs konar skíðaleika. Undirbúningur að því er þó á byrjunarstigi. Dagskrá sunnudagsins verður væntanlega auglýst betur eftir því sem nær dregur.

Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 598
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 313463
Samtals gestir: 32441
Tölur uppfærðar: 8.12.2025 07:07:08