11.03.2013 10:03
Sóley og Hlynur eru héraðsmeistarar í badminton
Sigurvegararnir - frá vinstri Þorsteinn Paul Newton, Jón Jónsson, Hlynur Þór Ragnarsson, Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir, Ingimundur Jóhannsson og Jón Ingimundarson. Myndir með þessari frétt © Jón Jónsson.
Héraðsmót HSS í badminton var haldið með pompi og prakt í
íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 9. mars sl. Keppt var í tvíliðaleik
í opnum flokki (óháð aldri og kyni) fyrir fjórtán ára og eldri.
Árið 2012 kepptu 12 lið en á laugardaginn kepptu 15 lið þannig að óhætt er að segja að þátttakan hafi verið frábær. Mikil og góð stemmning var í húsinu frá upphafi til enda, fjöldi manns kíkti við og hvatti keppendur og allir skemmtu sér hið besta.
Eftir harða keppni stóðu Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir og
Hlynur Þór Ragnarsson uppi sem sigurvegarar. Í öðru sæti urðu Jón Jónsson og
Þorsteinn Paul Newton og í því þriðja urðu feðgarnir Ingimundur Jóhannsson og
Jón Ingimundarson. HSS þakkar öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og
hlakkar til að hitta þá aftur að ári!