11.03.2013 15:01
Skíðaleikjahátíð næsta sunnudag!
Skíðafélag Strandamanna hefur bætt við skemmtilegum viðburði fyrir alla fjölskylduna um næstu helgi - en þá fer Strandagangan fram á laugardeginum. Sunnudaginn 17. mars verður blásið til Skíðaleikjahátíðar á Hólmavík kl. 10:00-12:00. Farið verður í skemmtilega skíðaleiki, t.d. stórfiskaleik, hákarlaleik, skottaleik og fleiri frábæra leiki. Einnig verða settar upp þrautabrautir.
Hátíðin er öllum opin sem hafa gaman af skemmtilegum skíðaleikjum og eru jafnt ungir sem aldnir velkomnir. Eftir hátíð er þátttakendum boðið á pizzahlaðborð frá café Riis fyrir 1.000 kr. á mann. Nánari upplýsingar veitir Ragnar í síma 893-3592, en skráning á hátíðina er hjá Aðalbjörgu Óskarsdóttir á netfangið allaoskars@gmail.com. Alla tekur einnig á móti skráningum í Strandagönguna.
Skráningar á skíðaleikjahátíðina þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 13. mars.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01