12.03.2013 16:48

Strandagangan á laugardaginn




Nú styttist í Strandagönguna víðfrægu. Fram kemur á nýrri vefsíðu göngunnar að undirbúningur fyrir hana gangi vel. Vitað er að skíðafólk m.a. frá Ísfirði, Ólafsfirði, Akureyri og Reykjavík ætlar að mæta á svæðið og því stefnir í fjölmenna göngu. Veðurspáin fyrir laugardag og sunnudag er góð; frost, hægur vindur og bjartviðri.

Í gær var troðin 5 km braut í Selárdal, en það verður gert alla daga fram að Strandagöngu. 
Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248464
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 17:06:58