15.03.2013 13:04

Strandagangan er á morgun!

Á morgun fer hin árlega Strandaganga fram í Selárdal. Fram kemur á nýjum vef göngunnar að útlit sé fyrir afskaplega gott veður og hentugar aðstæður en spáð er hægviðri, sólskini með köflum og dálitlu frosti. Lagðar voru brautir fyrir gönguna á síðustu helgi og hefur þeim verið viðhaldið í vikunni. Í boði er að ganga 1, 5, 10 og 20 km, en gangan sem er 1 km. að lengd er þó ætluð yngstu keppendunum. Skráning í gönguna gengur mjög vel og streyma skráningar inn, en skráningarfrestur rennur út í kvöld. Eftir gönguna verður að vanda boðið upp á glæsilegt kökuhlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík auk þess sem verðlaunaafhendingin fer fram á sama tíma.


Á sunnudaginn verður síðan Skíðaleikjahátíð í Selárdal frá kl. 10:00-12:00, en þessi skemmtilega nýbreytni er nú prófuð í fyrsta skipti. Þar verður farið í marga skemmtilega skíðaleiki og hægt verður að fara í þrautabraut. Eftir hátíðina hafa allir gestir hennar kost á því að kíkja í gómsætt pizzahlaðborð á Café Riis.


Við hjá HSS hvetjum fólk til að fjölmenna í Strandagönguna á morgun, hvort sem er til að keppa, horfa á, hvetja eða borða kökur. Gleðilega hátíð!

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01