30.03.2013 22:52
Úrslit í borðtennismóti
Borðtennismót HSS 2013 var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík 30. Mars. 13 keppendur tóku þátt og var keppnin mjög skemmtileg. Hópnum var skipt í tvo riðla, 2 efst í hvorum riðli kepptu síðan til úrslita um 3 efstu sætin.
Keppendur í A- riðli voru: Arnór Jónsson, Jói Alfreðs., Magnús Ingi, Flosi Flosa, Vignir, Friðbjörg og Kristófer. Kristófer hlaut 6 vinninga, Flosi Flosa 5, Vignir 4, Magnús Ingi 3, aðrir minna.
Keppendur í B- riðli voru: Alfreð, Steinar Ingi, Flosi Helga, Einar Alfreðs., Birta Hauksd og Jón Jónsson. Jón hlaut 5 vinninga, Alfreð 4, Flosi Helga 3, Einar 2, aðrir minna.
Borðtennismeistari HSS 2013 varð Jón Jónsson, Kristófer Jóhannsson varð annar og Alfreð Gestur Símonarson þriðji.
HSS þakkar öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og hlakkar til að hitta þá aftur að ári!