09.04.2013 10:48

Stefán setti persónulegt met í París



Strandamaðurinn og langhlauparinn Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði setti persónulegt met í maraþonhlaupi nú um helgina þegar hann hljóp Parísarmaraþonið á 3:14:44. Besti tími Stefáns fyrir hlaupið sem fram fór á sunnudaginn var 3:17:07 þannig að hann bætti besta tíma sinn um tvær mínútur og 23 sekúndur. Stefán var nr. 293 í sínum aldursflokki og lenti í 2.929 sæti í hlaupinu yfir heildina.

Hér er hægt að fræðast um undirbúning Stefáns fyrir hlaupið. HSS óskar Stefáni innilega til hamingju með frábæran árangur.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01