12.04.2013 13:15

Óskað eftir umsóknum í sérerkefnasjóð HSS

Hér með er auglýst eftir umsóknum frá aðildarfélögum HSS í sérverkefnasjóð sambandsins. Umsóknarfrestur er til og með föstudags 26. apríl nk. Umsóknir sem berast eftir miðnætti þann dag eru ekki teknar gildar. Sérsjóðurinn styrkir margvísleg verkefni á vegum aðildarfélaganna, en forgangsverkefni er að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu.  Einnig er mögulegt að sækja um vegna verkefna eins og þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á, nýjungar í starfi og fleira. Stjórn HSS tekur ákvörðun um og úthlutar styrkjunum. 

Sækja skal um skriflega. Senda má umsókn með landpóstinum eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Umsókn verður að halda innihalda lýsingu á fyrirhuguðu verkefni og kostnaðaráætlun.


Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 407
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 278486
Samtals gestir: 31123
Tölur uppfærðar: 19.9.2025 01:09:00