12.04.2013 20:05
Héraðsmót í skíðagöngu.
Ef veður leyfir verður haldin skiptiganga á morgun laugardaginn 13. apríl í Selárdal kl. 14. Í skiptigöngu er fyrst genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð og síðan skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð. Mótið er um leið héraðsmót í skíðagöngu og er haldið sameiginlega af HSS og SFS. Veður hefur verið heldur óstöðugt síðustu daga en útlit er fyrir að rofi til á morgun þannig að hægt verði að halda mótið. Fylgist með fréttum á þessari síðu því ef veðurútlit breytist gæti tímasetningin breyst.
Skrifað af Vignir.
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248486
Samtals gestir: 27544
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 17:28:37