16.05.2013 16:04
Ungmennavika.
Ungmennavika NSU á Íslandi - Panorama of Youth
Nokkur pláss laus !!
Framlengjum umsóknarfrest til 17.maí nk.
Ungmennavika NSU (Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) Panorama of Youth - verður haldin á Sólheimum dagana 1.-8.júlí nk. Þema vikunnar er víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi en þessa þætti verður unnið með í gegnum íþróttir og leik. Markmiðið er að auka víðsýni þátttakenda fyrir ólíkum einstaklingum og auka umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Unnið verður með "non-formal education" nálgun eða óformlegt nám og því skipa hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran sess í dagskrá vikunnar.
UMFÍ og NSU eru þátttakendur í MOVE WEEK herferð sem ISCA (International Sport and Culture Association) stendur fyrir. MOVE WEEK er herferð sem ISCA ætlar sér að verði stærra verkefni á næstu árum. Árið 2012 var tekið sem undirbúningur fyrir árin sem eftir koma og markmiðið er að árið 2020 verið 100 milljónir fleiri Evrópubúa farnir að hreyfa sig reglulega.
Þátttakendur í ungmennaviku fá þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburði sem hvetja fólk til þátttöku og hreyfingar sér til heilsubótar. Þátttakendur munu vinna áfram með verkefni sín eftir ungmennavikuna í samstarfi við UMFÍ.
Ísland á sæti fyrir sex ungmenni á aldrinum 16.-30. ára .Þátttökugjald fyrir þátttakendur er 25.000 kr. og allt innifalið. Miklir möguleikar á að fá styrki í verkefnið.
Í umsókn þurfa að koma fram helstu upplýsingar, nafn, aldur, heimilisfang, nöfn forráða manna eftir umsækjandi er undir 18.ára aldri og upplýsingar um færni á norðurlandamáli. Stutt ágrip af helstu áhugamálum, námi og af hverju viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt.
Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn
Landsfulltrúi UMFÍ
Á netfanginu sabina@umfi.is
eða í síma 568-2929.