19.06.2013 12:47

Hólmadrangshlaup

Árlegt Hólmadrangshlaup fer fram á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 20. júní, klukkan 18:00.

Hlaupið er frá Íþróttamiðstöðinni og stendur valið milli þess að hlaupa 3, 5 eða 10 km. Engin skráning er naunsynleg og skráningagjald er að sjálfsögðu ekkert en ráðlagt er að mæta tímalega.

Allir þátttakendur hljóta viðurkenningu að hlaupi loknu.

HSS þakkar Hólmadrangi fyrir samstarfið og stuðninginn og hlakkar til að sjá sem flesta þátttakendur.
Flettingar í dag: 888
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275712
Samtals gestir: 31001
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 20:29:37