20.06.2013 17:46

SamVest mót í Borgarnesi

SamVest mót í Borgarnesi 26. - 27. júní 2013

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir 11 ára og eldri. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst mótið kl. 18.00 báða dagana.

Fyrir keppendur sem fæddir eru 2001 - 2002 er keppnin annan daginn, 26. júní. Fyrir keppendur fædda 2000 og fyrr, er keppni báða dagana.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup, (árgangarnir keppa saman en

verðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig)

13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast (árgangarnir keppa saman en verðlaun eru veitt í hvorum flokki)

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind

Skráningar berist á netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 25. júní.


Foreldrar, sem og aðrir, eru hvattir til að mæta með börnum sínum, einnig þó börnin séu í Frjálsíþróttaskólanum sem fram fer þessa vikuna í Borgarnesi, það gefur mikinn stuðning.

Fylgist einnig með Facebook-síðu SamVest:

 https://www.facebook.com/groups/403427516367279/

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).


Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið  

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01