02.07.2013 15:48
Skólahreysti-tæki vígð
Nú á fimmtudaginn verða vígð Skólahreysti- tæki sem Geislinn hefur keypt fyrir grunnskólabörn á Hólmavík.
Vígslan fer fram nú á fimmtudaginn, milli klukkan 11 og 12 í Íþróttamiðstöðinni. Þar verður hægt að æfa sig í hreystigreipi, upphífingum, armbeygjum og dýfingum auk þess að spreyta sig á þrautabraut. Tímataka og talningar verða í boði fyrir þá sem það vilja.
Að þessu loknu, nánar tiltekið klukkan 12:30, verður keppni í Vestfjarðarvíkingnum í Sundlauginni.
Allir velkomnir!
Skrifað af Esther
Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 559
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 317067
Samtals gestir: 32570
Tölur uppfærðar: 14.12.2025 15:14:03
