17.07.2013 23:57

Skráningar á ULM á Höfn 2013.

Búið er að opna fyrir skráningar á ULM á Höfn í Hornafirði.  HSS sendir sameiginlegt lið á mótið með USVH eins og verið hefur undanfarinn ár.  Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Esther Ösp tómstundafulltrúa (tomstundafulltrui@strandabyggd.is) eða hjá Vigni Pálssyni (vp@internet.is).

Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, sund, strandblak og upplestur.

Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36