15.08.2013 14:11

SamVest samæfing í Borgarnesi 19. ágúst 2013

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Þetta er síðasta samæfing sumarsins og fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, mánudaginn 19. ágúst nk. kl. 18.00.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar
Alberto Borges, frá ÍR mun sjá um stökkæfingar og spretti
Gestaþjálfari verður fyrir kastgreinar, einkum spjót og kúlu - nánar síðar
Áhersla á æfingu fyrir þátttakendur sem verða í liði SamVest v/bikarkeppni FRÍ - ef tekst að búa til lið á næstu dögum
Þátttakendum að kostnaðarlausu
Frítt í sund fyrir þátttakendur sem það vilja, eftir æfingu!

Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36