11.10.2013 14:54
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin
UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin
fer fram í Akraneshöllinni, Jaðarsbökkum, laugardaginn 19. október nk. kl. 11.00 - 14.00.
Eftirfarandi
er ákveðið með æfinguna:
·
Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003)
og eldri
·
Áhersla er á eftirtaldar greinar: grindahlaup,
hástökk/þrístökk, kringlukast og kúluvarp. Sumt greinar sem margir eiga eftir
að prófa - enda munu þjálfararnir aðstoða okkar fólk við að stíga fyrstu
skrefin.
·
Þjálfarar á starfssvæðinu okkar sjá um
þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar:
o Eggert
Bogason, kastþjálfari úr FH
o Einar
Þór Einarsson þjálfari úr FH, sem leiðbeinir í grindahlaupi
o Hlynur
Guðmundsson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu, sem sér um stökkæfingar
·
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
·
Hressing á eftir - og sund fyrir þá sem það
vilja!
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega
fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og
komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem
allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Október
2013