09.12.2013 15:15

Héraðsmót í frjálsum íþróttum

Héraðsmót í frjálsum íþróttum



Innanhúsmót í frjálsum verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 15. desember. Mótið hefst kl. 11:00.



8 ára og yngri keppa langstökki og spretthlaupi (leikskólakrakkar eru velkomnir). 9-16 ára keppa í hástökki, langstökki, spretthlaupi og kúluvarpi.

Keppt verður í aldursflokkunum 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.

 

Þátttökugjald er kr. 1.200 á hvern keppanda.Hámarks verð á fjölskyldu er 4000 kr.

Þátttökuverðlaun verða fyrir yngri keppendur. Eldri keppa um sæti.

 

Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum.


Þátttakendur og sjálfboðaliðar í tímatöku og mælingar skrái sig með því að senda skráningar á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.


Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. desember. 


Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36