07.01.2014 09:42
Unglingameistaramót Íslands
Unglingameistaramót Íslands, 15 - 22 ára, innanhúss
Laugardalshöll 11. og 12. janúar 2014
Frjálsíþróttadeild Ármanns býður til mótsins
Skráningar:
Skráning keppenda fer fram í mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skilað eigi síðar en á miðnætti
þriðjudaginn 7. janúar. Hægt er að skrá þar til sólarhring fyrir mótið (kl. 10:00 föstud.10.
jan.) gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist þá beiðni þar um á
skraning@frjalsar.is. Vinsamlegast athugið að skrá inn ársbesta árangur í
hlaupagreinum. Þeim keppendum sem eru ekki skráðir með árangur verður raðað í riðla
af handahófi.
Athugið að í tímaseðli er 60 m grindahlaup(úrslit) í 4 elstu flokkunum sett á mjög stuttan
tíma, er það gert miðað við keppenda fjölda í þessari grein á síðustu mótum. En
úrslitahlaupin fóru fram á þeim tíma sem undanrásir eru skráðar.
Keppnisstaður og tímaseðill:
Keppni fer fram í Laugardalshöll, laugardaginn 11. janúar, frá kl. 10.00 til um kl. 16:30
og sunnudaginn 12. janúar frá kl. 10.00 til um kl. 16:30.
Tímaseðill er kominn í mótaforritið, endanlegur tímaseðill verður gerður fimmtudaginn 9.
janúar.
Keppnisflokkar:
Keppnisgreinar og aldursflokkar eru skv. reglugerð FRÍ:
Fyrri dagur:
Stúlkur 15 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 15 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 16-17 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 16-17 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 18-19 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 18-19 ára: 60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp.
Stúlkur 20-22 ára: 60 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3000 m hlaup,
langstökk, hástökk, kúluvarp.
Piltar 20-22 ára: 60 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3000 m hl,
langstökk, hástökk, kúluvarp.
Seinni dagur:
Stúlkur 15 ára: 60m gr.hl., 200m hl., 1500m hl., 4x200m boðhl., þrístökk, stangarst.
Piltar 15 ára: 60m gr.hl., 200m hl., 1500m h, 4x200m boðhl., þrístökk, stangarst.
Stúlkur 16-17 ára: 60m gr.hlaup, 200m hlaup, 1500m hlaup, 4x200m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 16-17 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Stúlkur 18-19 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 18-19 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x200 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Stúlkur 20-22 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Piltar 20-22 ára: 60 m gr.hlaup, 200 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boðhl.,
þrístökk, stangarst.
Unglingameistaramót Íslands 2013
Stigakeppni:
Skv. reglugerð FRÍ gildir eftirfarandi: "Stigakeppni á Unglingameistaramóti Íslands. Fer
þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 6 stig og koll af kolli þannig að 6. sæti fær 1
stig. Það félag sem stigahæst verður samanlagt í hverjum flokki hlýtur titilinn
Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum í sínum flokki."
Skráningargjald:
Skráningargjöld skv. núgildandi gjaldskrá FRÍ eru sem hér segir:
"Skráningargjald er kr. 1.500 á grein í flokki 18 ára og eldri. Skráningargjald vegna
boðhlaups er kr. 3.000 á hverja sveit."
"Gjöld vegna einstaklinga og boðhlaupa á mót fyrir 17 ára og yngri [...] eru kr. 750 á
einstakling og kr. 1.500 á boðhlaup."
Félagsbúningar og keppnisnúmer:
Keppendur skulu klæðast félagsbúningi sínum í mótinu og bera keppnisnúmer að framan,
nema í stangarstökki og hástökki er leyfilegt að hafa númerið á baki.
Verðlaun:
Fyrstu þrír í hverri einstaklingsgrein vinna til verðlauna. Stefnt er að verðlaunaafhendingu
fljótlega að lokinni keppni í hverri grein.
Frekari upplýsingar:
Freyr Ólafsson, freyr@frjalsar.is gsm: 663 8555
Skráningar og upplýngsingar fást hjá Esther tómstundafulltrúa á netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Skrifað af Esther
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182736
Samtals gestir: 21778
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:38:48