07.02.2014 09:35
Fundarhöld
Nóg er um að vera í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi á Ströndum.
Síðastliðinn miðvikudag funduðu forsvarsmenn íþróttafélaga og héraðssambandsins með fulltrúum sveitafélagsins um fyrirhugaða byggingu íþróttavallar við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og nú er allt komið á fullt í að kanna möguleika og kostnað þessa metnaðarfulla og þarfa verkefnis.
Í gær, fimmtudag, heimsóttu Jón Kristján og Ómar Bragi, starfsmenn UMFÍ, stjórn HSS sem átti með þeim góðan fund um stefnu og strauma ungmennahreyfingarinnar. Að því loknu var súpufundur með UMFÍ og áhugasömu og stórhuga fólki á Café Riis.
Það er gefur sannarlega byr undir báða vængi þegar allur þessi fjöldi metnaðarfullra einstaklinga hittist og ber saman bækur sínar. Á Ströndum ríkir mikill áhugi fyrir uppbyggingu öflugs íþróttastarfs og með því að vinna saman í þeim anda tekst okkur að vinna þrekvirki.