11.02.2014 09:22

Samvest samæfing 16. febrúar

Fyrirhuguð er SamVest-samæfing í frjálsum í Laugardalshöll, sunnudaginn 16. febrúar nk.

Æfingin mun standa frá 11.00 - 14.00. Að þessu sinni tökum við höndum saman með frjálsíþróttadeild KR, í Reykjavík. Þeirra krakkar verða með okkur auk þjálfara frá þeim. Þetta er lítil deild og nýleg og þau höfðu frumkvæði að samstarfi.

Höllin er stór og leyfir margar æfingastöðvar - margar greinar sem hægt er að þjálfa í einu. Við munum skipta krökkunum í hópa eftir aldri.
Að lokinni æfingu er ætlunin að borða saman.

Af starfssvæði okkar koma a.m.k. 2-3 þjálfarar á æfinguna, við höfum fengið 2 gestaþjálfara og svo mætir KR með 3 þjálfara á sínum vegum.
Æfingin er hugsuð fyrir 10 ára og eldri - allavegana ... frekari fréttir koma í dag eða kvöld - fylgist endilega með.
SamVest samstarfið
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182736
Samtals gestir: 21778
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:38:48