12.02.2014 11:30

Öldungaráð FRÍ

Eldri & reyndari Frjálsíþróttamenn & hlauparar

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands vill vekja athygli á starfsemi öldungaráðs og keppnum í  flokkum eldri iðkenda á árinu 2014. Einstaklingar verða gjaldgengir í keppni í öldungaflokkum (masters); konur við 30 ára aldur en karlar við 35 ára aldur. Þegar flokkaskipting er ákvörðuð er miðað við fæðingardaginn.

Þau mót sem eru á döfinni hérlendis eru eftirfarandi:

Meistaramót Íslands, innahúss:                                               Laugardalshöll, fyrir hádegi 22. og 23.  febrúar*

Landsmót 50 ára og eldri:                                            Húsavík, 21. - 22. júní

Meistaramót Íslands, utanhúss:                                              Óstaðsett, 19. - 20. júlí*

Meistaramót Íslands, í lengri brautarhlaupum**             Hafnarfjörður, 10. / 11. september

                * Hægt er að skrá sig á staðnum

                ** Konur 5000m, karlar 10000m

Allir, frjálsíþróttamenn eða götuhlauparar, reyndir og óreyndir, eru velkomnir á þessi mót, þrátt fyrir að vera ekki skráður í tiltekið félag eða héraðssamband og má þá skrá sig til keppni á staðnum.

Á erlendum vetvangi eru eftirfarandi mót á dagskránni en á hverju ári fara Íslendingar til keppni á þessum stórmótum.

Norðurlandameistaramótið innanhúss                 Haugasund , Noregi, 7. - 9. mars

Heimsmeistaramótið innanhúss                                              Budapest, Ungverjaland, 25. - 30.  mars             

Evrópumeistaramótið utanhúss                                              Izmir, Tyrklandi, 22. - 31. ágúst

 

Öldungaráð hvetur áhugasama til að hafa samband við formann öldungaráðs Trausta Sveinbjörnsson tera@simnet.is eða neðangreind, vegna nánari upplýsinga um starfsemi öldungaráðs og málefni því tengdu. Nánari upplýsingar um starfsemi Frjálsíþróttasambands Íslands má finna á www.fri.is og upplýsingar um mót má finna á www.fri.is / mót

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands

Trausti Sveinbjörnsson, formaður

Friðrik Þór Óskarsson, meðstjórnandi

Fríða Rún Þórðardóttir, ritari

Hafsteinn Óskarsson,  varaformaður

Jón Bjarni Bragason, meðstjórnandi

Óskar Hlynsson, gjaldkeri, umsjón með vef

Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182736
Samtals gestir: 21778
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:38:48