12.02.2014 11:33
Samvest æfing um helgina
Samæfing í frjálsum íþróttum
SamVest og KR í Laugardalshöll 16. febrúar 2014 Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) - í samstarfi við frjálsíþróttadeild KR - boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.
Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, sunnud. 16. febrúar 2014 frá kl. 11.00 - 14.00.
Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:
· Vegna samstarfsins við KR og fyrirkomulagsins nú, er þessi æfing fyrir iðkendur frá 9 ára aldri
o 10 ára (árgangur 2004) og eldri fara í aldursskiptar æfingastöðvar (sjá hér síðar)
o 9 ára (árg. 2005) verða í sérstökum hópi með sérdagskrá að hluta, frá kl. 11-13.
· Áhersla er á eftirtaldar greinar - og þjálfarar í þeim verða:
o Umsjón: Kristín Halla Haraldsdóttir, þjálfari UMFG, Grundarfirði
o Yngri hópur, 9 ára - blandaðar æfingar: Þórunn Sigurðardóttir KR, Axel Sigurðsson UMSB og Halldór Lárusson UMSK - eftir fjölda þátttakenda og þörfum.
o Langstökk: gestaþjálfari Hlynur Guðmundsson, yfirþjálfari, Aftureldingu Mosfellsbæ.
o Kúluvarp fyrir alla og kringlukast fyrir þau sem vilja, innan hvers aldurshóps:
gestaþjálfari Jón Bjarni Bragason, umsjónarþjálfari yngri flokka og kastþjálfari hjá Breiðabliki og Kristín Halla Haraldsdóttir, UMFG.
o Grindahlaup og boðhlaup: Rakel Gylfadóttir, yfirþjálfari, KR.
o Lengri hlaup og 200 m hlaup með tímamælingu fyrir þau sem vilja:
Sveinn Margeirsson, KR.
· Yngsti hópurinn, 9 ára, lýkur æfingu kl. 13. Eftir æfingu, uppúr kl. 14, ætlum við að borða saman í húsnæði ÍSÍ (í göngufæri). Verð 1150 kr. fyrir börn og 1450 kr. fyrir 15 ára og eldri.
· Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu - létt hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest og KR - en matur eftir æfingu greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir verða í mat. Endilega látið vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að, eða í netfangið samvestsamstarfid@gmail.com fyrir hádegi föstud. 14. feb. KR-ingar láta sína þjálfara vita.
Með frjálsíþróttakveðju,
Framkvæmdaráð SamVest hópsins og frjálsíþróttadeild KR