18.02.2014 11:17

Sigur á Goðamóti


Um síðustu helgi gerðu ungir Strandamenn góða ferð til Akureyrar þar sem Goðamótið í knattspyrnu fór fram. Um var að ræða 5. flokk drengja í Geislanum. Gerði Geislinn sér lítið fyrir og sigraði alla leiki sína og unnu drengirnir þar með sinn riðil með glæsibrag. Þjálfari liðsins er Eiríkur Valdimarsson en á mótinu var Trausti Rafn Björnsson nemandi í 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík þeim innan handar, en hann vakti athygli fyrir snyrtilegan klæðnað og flotta framkomu á mótinu.

Ljóst er að framtíðin er björt hjá knattspyrnuliði Geislans!

Hægt er að nálgast myndir hér:

http://mot.thorsport.is/mot/SkodaAlbum.aspx?ID=76&CI=0&pagesize=20#!prettyPhoto

Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 645
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 298983
Samtals gestir: 31905
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 07:24:18