18.02.2014 09:54

Skíðagöngunámskeið

Skíðagöngunámskeið

 

 

Skíðafélag Strandamanna auglýsir skíðagöngunámskeið fyrir almenning næstu helgar fram að Strandagöngu sem haldin verður 15. mars.   Fyrsta námskeiðið verður haldið laugardaginn 22. Febrúar kl. 15 í Selárdal.    Yfirleiðbeinandi á námskeiðinu verður hinn fimmfaldi Vasafari Rósmundur Númason.  Möguleiki verður á að fá lánaðan skíðaútbúnað (skíði, stafi og skó) á námskeiðinu en þá þarf að hafa samband við Rósmund áður.  Kennd verða undirstöðuatriði í hefðbundinni skíðagöngu.  Rósmundur tekur við skráningum á námskeiðin í síma 8921048 eða á facebook.  Hægt er að mæta á öll námskeiðin eða einungis eitt skipti.   Námskeiðin verða á eftirtöldum dögum:

Laugardagurinn 22. Febrúar kl. 15

Laugardagurinn 1. Mars kl. 14

Laugardagurinn 8. Mars kl. 15

Tímasetningar geta breyst ef veður er óhagstætt og eru þá sunnudagar til vara.  Nánari upplýsingar verða á heimasíðu Skíðafélags Strandamanna skidafelag.123.is

 

Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28