26.02.2014 15:29
Badmintonmót á Góu
Nú líður að árlegu badmintonmóti á Góu.
Mótið verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 1. mars. Keppni hefst klukkan 14:00, ekkert skráningargjald er en greiða þarf 700 kr. fyrir aðgang að sal áður en keppni hefst, keppendur undir 18 ára greiða 100 krónur.
Hægt er að skrá sig á staðnum eða með því að senda tölvupóst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Skráningarblað liggur einnig frammi í Íþróttamiðstöðinni.
Fjölmennum á þetta skemmtilega mót og hristum af okkur þorrann.
Skrifað af Esther
Flettingar í dag: 1045
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1090
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 275869
Samtals gestir: 31002
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 23:36:28