18.03.2014 09:42
Pistill frá Leif Heppna
Ungmennafélagið Leifur Heppni.
Þá er komið að árlegum pistli frá Leif Heppna og er hann svona.
Árið byrjaði með bridge móti sem haldið var í félagsheimilinu Árnesi og fór
enginn
mikið tapsár heim.
17 .Júni var haldinn hátíðlegur eins og vanalega með Víðavangshlaupi og eins og
svo oft áður þá unnu allir sem voru með. Einnig var pokahlaup ásamt ýmsu öðru gert sér og öðrum til skemmtunar.
Seinna um sumarið var haldið barnamót í frjálsum íþróttum og var það haldið á
íþróttavellinum að Árnesi og tókst það vel, keppt var í ýmsum greinum. Fengu
allir keppendur pening fyrir vikið og var endað með góðri pulsu (pylsu) veislu.
Ekki má nú gleyma að það var haldið mýrarbollta mót um verslunarmannahelgina,
og komust færri að en vildu. Um 100manns tóku þátt og var þetta þrælmagnað
og verður vonandi aftur.
Eitt var töluverðu í sundaðstöðuna, var sett rafmagnstíring fyrir heitan
pott, einnig voru endurnýjaðar allar kaldavatnslagnir frá inntaki og hefur varla heyrst kvörtun síðan, en hátt í (ca) 5000 manns komu í laugina á
liðnu sumri.
Kveðja Guðbrandur Óli Albertsson.