07.04.2014 13:32

Ársskýrsla Hvatar

UMF Hvöt Tungusveit

Frá síðasta ársþingi HSS hefur margt verið um að vera hjá iðkendum Hvatar.

 

 

Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar einu sinni í viku á Sævangsvelli einnig fótboltaæfingar einu sinni í viku um mitt sumar.

 

 

Haldnar hafa verið sameiginlegar frjálsíþróttaæfingar nokkurra héraðssambanda í Borgarnesi, Akranesi og Laugardalshöll. Iðkendur  frá Hvöt hafa mætt á þær æfingar með góðum árangri og vonast eftir að það samstarf haldist. Ragnar bóndi á Heydalsá hefur séð um umhirðu á Sævangsvellinum undanfarin ár og þökkum við honum kærlega fyrir það ásamt öðrum sem hafa lagt vinnu við framkvæmd héraðsmóta sem allir eru í 100 % sjálfboðastarfi.

 


 

Héraðsmót HSS var haldið 13. júlí á Sævangsvelli. Á sama Laugavegshlaupið fram og var einn keppenda frá Hvöt.

 

Meistaramót Íslands í fjölþraut var haldið á Sauðárkróksvelli 20.-21. júlí og voru tveir keppendur frá Hvöt.

SamVest mót var haldið í Borgarnesi 13.ágúst sem tókst nokkuð vel.

Þríþraut HSS var haldin á haustmánuði sem tókst mjög vel og voru keppendur frá Hvöt með.

Meðal fleirri móta sem iðkendur Hvatar hafa sótt eru:

  • Landsmót á Selfossi
  •  
  • MÍ öldunga laugardalshöll
  •  
  • MÍ 15-22 ára í laugardalshöll.

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum innanhús var haldið í desember og tókst vonum framar.

 


 

Síðasliðið haust hófst samstarf á milli Hvatar og Geislans á Hólmavík. Fyrsta verkefnið var göngudagur fjölskyldunnar sem tóks mjög vel. Sameiginlegar æfingar Geislans og Hvatar í frjálsum íþróttum hafa verið undir stjórn Sigríðar Drífu í vetur og eru enn fjölsóttar.

 

 

Síðasta íþróttaár var mjög viðburðaríkt og mikið um persónuleg met.  Höldum áfram að byggja upp íþróttastarfið í sameiningu.

Íþróttir eru fyrir alla.

 


 

F.H stjórnar Hvatar Tungusveit

Sigríður Drífa Þórólfsdóttir

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 182640
Samtals gestir: 21757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:17:36