22.04.2014 11:40

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ Húsavík 20. - 22. júní 2014

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af skemmtun og keppni. Fjölmargar keppnisgreinar eru í boði sem og önnur afþreying um mótshelgina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ýmist til að keppa, fylgjast með eða forvitnast! Öllum er heimilt að taka þátt í keppni óháð því hvort þeir eru skráðir ungmennafélagar eða ekki. Skemmtidagskráin verður þétt alla helgina og m.a. haldin kvöldvökur og óvæntar uppákomur. Mikið er lagt upp úr að keppendur og gestir skemmti sér saman þessa helgi og fari heim með góðar minningar. Því eru allir hvattir til að koma til Húsavíkur og eiga skemmtilegar stundir í góðum félagsskap.
Nánari upplýsingar www.umfi.is

 


Föstudagur 20. júní (drög)
Kl. 12:00-19:00        Boccia
Kl. 20:00-21:00        Mótssetning
 

 

 

 

 

Laugardagur 21. júní (drög)

Kl. 09:00-17:00         Golf

Kl. 09:00-12:00         Almenningshlaup

Kl. 10:00- 16:00         Blak

Kl. 10:00- 12:00         Jurtagreining

Kl. 12:00-19.00         Bridds

Kl. 12:00-14.00         Sund

Kl. 13:00-15:00         Línudans 

Kl. 13:00-15:00          Skeet (skotfimi)

Kl. 13:00-16:00         Hestaíþróttir

Kl. 13:00-17:00         Skák

Kl. 14:00- 16:00         Hrútadómar

Kl. 14:00- 15:00         Stígvélakast

Kl. 14:00-15:00         Söguganga

Kl. 14.00-18:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00-18:00         Sýningar

Kl. 20:00-21:00         Skemmtidagskrá

 

Sunnudagur 22. júní (drög)

Kl. 09:30-12:30          Pútt

Kl. 09:00-13.00         Þríþraut

Kl. 09:00- 12:00         Riffilskot VSS 100 og 200

Kl. 10:00- 12:30         Bogfimi

Kl. 11:00-12:00         Dráttavélaakstur

Kl. 10:00-13:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 10:00-12:00         Pönnukökubakstur

Kl. 10:00-14.00         Ringó íþróttahús

Kl. 14:00-14:30         Mótsslit (opið öllum)

 

 

 

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 238
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 183499
Samtals gestir: 21892
Tölur uppfærðar: 7.4.2025 00:40:30